18.11.1933
Neðri deild: 13. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 456 í B-deild Alþingistíðinda. (677)

20. mál, síldarbræðsluverksmiðja á Norðurlandi

Tryggvi Þórhallsson:

Ég get látið í ljós ánægju mína yfir þeim skilningi hv. þm. G.-K., að „á Norðurlandi“ tákni líka ströndina vestan Húnaflóa, og eins þær upplýsingar hans, að dómbærum mönnum þyki Reykjarfjörður álitlegur. Ég get fallizt á, að athuga þurfi atvinnuskilyrði á landi kringum staðinn, sem valinn verður, en þau skilyrði eru einmitt alveg á næstu grösum á Ströndum. í Trékyllisvík er mikið og ágætt land til ræktunar, og þar að auki ríkiseign að nokkru.