04.12.1933
Efri deild: 25. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 494 í B-deild Alþingistíðinda. (718)

20. mál, síldarbræðsluverksmiðja á Norðurlandi

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Ég skil hv. frsm. þannig, að ekki eigi að leggja fram þessar 100 þús. kr. til Seyðisfjarðarverksmiðjunnar fyrr en séð er, að þessi nýja stóra verksmiðja fari ekki fram úr 1 millj. kr. Er þetta ekki rétt skilið hjá mér? (BSn: Jú). Hv. þm. vill þá ekki láta þetta samtals fara fram úr 1 millj., og ég er honum sammála um það. Það verða að vera einhver takmörk fyrir fjárhæðinni í þessu skyni, og þar af leiðir, að ef þessi nýja, stóra verksmiðja kostar 1 millj., þá verður ekki hægt að leggja neitt meira fram.