23.11.1933
Neðri deild: 17. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 515 í B-deild Alþingistíðinda. (784)

28. mál, innflutningur á sauðfé til sláturfjárbóta

Frsm. (Bjarni Ásgeirsson):

N. hefir nú athugað þessar brtt. frá hv. 2. þm. N.-M. og hefir orðið ásátt um að leggja á móti þeim. Henni virðist, að frv. eins og það er á þskj. 37 segi nógu mikið til þess að hægt sé að framkvæma það, sem liggur til grundvallar fyrir báðum brtt., með þeirri reglugerð, sem gert er ráð fyrir í frv. á þskj. 37 um breyt. á 1. um innflutning sauðfjár. Með frv. á þskj. 37 er að öllu leyti hægt að ná þeim tilgangi, sem brtt. hv. 2. þm. N.-M. stefna að og náð verður með þeim.

Auk þess vil ég benda á, að það virðist vera skakkt vitnað til 1., þar sem hv. þm. segir í brtt. við 2. gr., að á eftir 18. gr. komi 2 greinar. Þetta fellur nú ekki rétt inn í l. og á vafalaust að standa í brtt.: „Á eftir 17. gr. l. komi“ o. s. frv. Ég vil aðeins benda á þetta.

Sem sagt leggur n. til, að hennar frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir.