28.11.1933
Neðri deild: 21. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 525 í B-deild Alþingistíðinda. (813)

70. mál, dráttarbraut í Reykjavík

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Till. þeirra hv. 2. þm. Reykv. og hv. 1. þm. S.-M. eru að efni til eins, en ég kann samt betur við orðalagið á till. hv. 1. þm. S.-M., því að þar er höfuðatriðið tekið fram skýrum stöfum, nefnil., að forráðamenn skipanna fái sjálfir að ráða um það, hvernig hagað verði um vinnuna og hverjir komist þar að til vinnunnar. Ég vænti því, að þessir hv. þm. komi sér saman um það, að önnur till. verði tekin aftur, og það verður þá vonandi till. hv. 2. þm. Reykv. Þegar ríkið styður fyrirtæki af þessu tægi, þá er ekki rétt að stuðla að því á þann hátt, að fyrirtækinu skapist aðstaða til einokunar, hvorki gagnvart einstaklingum né ríkinu, eða stofnunum ríkisins, sem hafa mikinn hag af að geta látið starfsmenn sína vinna að viðgerðum.