28.11.1933
Neðri deild: 21. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 526 í B-deild Alþingistíðinda. (814)

70. mál, dráttarbraut í Reykjavík

Frsm. (Ólafur Thors):

Ég leyfi mér að fara fram á það við hæstv. forseta, að hann taki nú málið út af dagskrá, til þess að fjhn. eigi kost á að tala við forráðamenn Slippsins um það, hvaða þýðingu þessar till. hafa fyrir gildi frv. Mér segir svo hugur um, að ef þær verða samþ., þá mundu forráðamenn Slippsins ekki kæra sig um að njóta þessarar ábyrgðar, því að hún væri einskis virði fyrir þá, ef hún yrði fyrir slíkum stórskemmdum.