23.11.1933
Neðri deild: 17. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 13 í C-deild Alþingistíðinda. (890)

51. mál, strandferðir

Bjarni Ásgeirsson:

Ég vil einungis taka það fram í þessu sambandi, að í núgildandi verzlunar- og siglingasamningi, sem Ísland hefir gert við Noreg, Danmörk, Svíþjóð, England og jafnvel fleiri þjóðir, eru ákvæði um gagnkvæman rétt til siglinga beggja þjóða hvorri hjá annari; m. ö. o. höfum við samið þannig um, að þessar þjóðir hafa fullkominn rétt til strandferða við Ísland. Og þótt svo kunni að sýnast, að fara megi kringum þetta með einkaleyfi til strandsiglinga, þá geri ég ráð fyrir, að það geti orðið einhver ágreiningur, a. m. k. sýnist mér 2. gr. frv. þannig, að hún geti að einhverju leyti komið í bága við þetta. Ég vildi einungis benda væntanlegri nefnd á að athuga rétta, en er annars málinu fylgjandi.