23.11.1933
Neðri deild: 17. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 18 í C-deild Alþingistíðinda. (895)

51. mál, strandferðir

Bjarni Ásgeirsson:

Ég vil aðeins láta þess getið, út af því, sem hv. 1. þm. S.M. sagði, að ég hefði ekki farið rétt eð, hvaða ákvæði gilda um strandflutninga í hinum gagnkvæmu verzlunar- og siglingasamningum okkar við nágrannaþjóðirnar, að hann fer þar villur vegar, og stafar það af vanþekkingu hans, en hann getur aflað sér fyllri upplýsinga um þetta.

(EystJ: Höfum við þá rétt til farþegaflutninga við strendur Noregs?). Já, bæði við strendur Noregs og Danmerkur. En hitt hefir komið fyrir, að íslenzku skipi hefir verið neitað um að flytja farþega á milli hafna í Noregi af viðkomandi yfirvöldum þar í landi. En það stafaði af því, að þeim var ekki kunnugt um þessi samningsákvæði, og síðar var þetta svo leiðrétt og beðið afsökunar á því. Það liggur því ljóst fyrir, að við höfum þennan rétt samkv. milliríkjasamningum, og hv. þm. getur aflað sér fullra upplýsinga um það, ef hann trúir mér ekki.