20.11.1934
Neðri deild: 41. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 867 í B-deild Alþingistíðinda. (1061)

22. mál, verkamannabústaðir

Jakob Möller:

Ég vil segja hv. þm. Hafnf. það, að ég er því vanur, þegar ég á í deilum við flokksmenn hans, að þeir láti mig vita, að mér sé lagið að verja rangan málstað. En ég tek þetta sem gullhamra, því þeir telja auðvitað alltaf rangan málstað andstæðinganna, og þegar þeir eru komnir í rökþrot, er eina úrræðið að segja sem svo: Þið eruð skratti lagnir að verja rangan málstað. Og það sýnir einungis, að þeir hafa algerlega gefizt upp við að rökræða málin.