10.10.1934
Neðri deild: 6. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 870 í B-deild Alþingistíðinda. (1073)

26. mál, vinnumiðlun

Jakob Möller:

Ég get fallið frá orðinu að þessu sinni, þar sem ég sé, að hæstv. atvmrh. er ekki hér í d. En tilefnið til þess, að ég kvaddi mér hljóðs, voru þau ummæli hans í gær, að óheppilegt væri, að slík stofnun sem hér ræðir um, væri pólitískt stimpluð. En mér er það alveg ljóst, að tilgangur þessa frv. er enginn annar en sá, að gera þessa stofnun pólitíska, og því þykir mér þessi ummæli hæstv. ráðh. koma úr hörðustu átt. En ég vona enn, að samkomulag geti náðst um málið, svo að allir megi vel við una, og skal ég því ekki verða til þess að hefja deilur um það.