10.12.1934
Neðri deild: 55. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2832 í B-deild Alþingistíðinda. (111)

Afgreiðsla þingmála

Magnús Torfason:

Ég mun 6. f. m. hafa borið fram frv. til l. um breyt. á l. um fasteignaskatt, og var það tekið fyrir hér í d. 17. f. m. En nú er 10. des., og enn hefir ekkert til frv. sézt aftur. Nú er það ósk mín til hæstv. forseta, að hann gangi eftir því, að n. segi sitt álit um málið, af eða á. Þetta er einfalt mál. Það er um stefnuna að ræða. En vegna þess að stefna frv. er sú, að hlynna heldur að héraðsvaldinu, þá hefði ég kunnað betur við, að afstaða þingsins til málsins kæmi fram.