24.10.1934
Neðri deild: 18. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 929 í B-deild Alþingistíðinda. (1119)

26. mál, vinnumiðlun

Forseti (JörB):

Mér hefir borizt svo hljóðandi áskorun:

„Undirritaðir þingmenn óska þess, að umræðum um frv. til l. um vinnumiðlun verði tafarlaust slitið.

Alþingi, 24. okt. 1934.

Bergur Jónsson, Páll Zóphóníasson, Emil Jónsson, Héðinn Valdimarsson, Sigurður Einarsson, Gísli Guðmundsson, Páll Þorbjörnsson, Bjarni Bjarnason“.

Nú hafa fjórir hv. þdm. kvatt sér hljóðs, og verði þessi áskorun samþ., skil ég það svo, að þeir fái að tala, eins og venja er til í þessari hv. deild.