24.10.1934
Neðri deild: 18. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 930 í B-deild Alþingistíðinda. (1120)

26. mál, vinnumiðlun

Ólafur Thors:

Ég veit ekki, hvort allir hv. þdm. hafa tekið eftir, að í hvert einasta skipti, sem hv. 2. þm. Reykv. hefir tekið til máls, hefir hæstv. forseti þurft að ávíta hann. Nú seinast fyrir það að draga inn í umr. alveg óskyld atriði, sem tefja umr. um sjálft málið. Með þessu háttalagi sínu elur hann á óþörfu málþófi, kemur síðan með skriflega áskorun um, að málfrelsi verði tekið af okkur hinum. Þetta er ósæmileg framkoma, og ég treysti því, að hv. þdm. ljái ekki þessari endemaáskorun fylgi sitt.