24.10.1934
Neðri deild: 18. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 930 í B-deild Alþingistíðinda. (1123)

26. mál, vinnumiðlun

Ólafur Thors:

Getur verið, að þessi hv. þm. skilji þetta ekki. Hann hefir nefnilega hingað til hegðað sér hér í hv. d. eins og engin þingsköp væru til. Þegar maður þess vegna minnist á hann í sambandi við þingsköp, þá finnst honum það ekki koma þingsköpum við; því að sjálfur heimtar hann að hafa einkarétt til að vera utan og neðan við öll þingsköp.