24.10.1934
Neðri deild: 18. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 930 í B-deild Alþingistíðinda. (1126)

26. mál, vinnumiðlun

Forseti (JörB):

Ég get ekki svarað um það, hvernig slík till. var tekin í fyrra í Sþ. Hitt veit ég, að í hv. Nd. hefir löngum verið sá siður, að þeir, sem eru búnir að kveðja sér hljóðs, þegar áskorun kemur fram, fengi að tala. En ef það er eindreginn vilji þeirra, sem áskorunina flytja, að í henni felist, að nú þegar sé umr. með öllu slitið, er líka hægt að bera það undir atkvæði.