24.10.1934
Neðri deild: 18. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 930 í B-deild Alþingistíðinda. (1129)

26. mál, vinnumiðlun

Bergur Jónsson:

Ég hefi fullkomna ástæðu til að óska eftir úrskurði hæstv. forseta um það, hvort ekki beri að skilja sömu orðin í samskonar till. eins frá þingi til þings. Till.menn lýstu yfir þeim skilningi í fyrra, að umr. bæri tafarlaust að slíta samkv. till., án þess að neinir fleiri tæki til máls, og meðal þeirra sem þennan skilning aðhylltust, var hv. þm. G.-K.