10.12.1934
Neðri deild: 55. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2832 í B-deild Alþingistíðinda. (113)

Afgreiðsla þingmála

Gunnar Thoroddsen:

Á öndverðu þingi bar ég fram frv. til l. um opinberan ákæranda. Því var útbýtt 9. okt., og að lokinni l. umr. vísað til hv. allshn. Álit meiri og minni hl. eru löngu komin, hið síðara 13. nóv., eða fyrir um mánuði síðan. Málið kom einu sinni á dagskrá í nóv.-lok, en ekki svo framarlega, að það kæmi til umr. Síðan hefir það ekki sézt á dagskrá. Nú vil ég beina þeirri ósk til hæstv. forseta, að hann taki málið aftur á dagskrá, og það framarlega, að það komi til umr. Mér finnst tími til þess kominn, þar sem mánuður er liðinn síðan meiri og minni hl. n. skiluðu áliti.