24.10.1934
Neðri deild: 18. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 930 í B-deild Alþingistíðinda. (1130)

26. mál, vinnumiðlun

Forseti (JörB):

Ég vil benda hv. þm. Barð. á það, að þeir, sem hafa kvatt sér hljóðs áður en áskorun kemur fram, eru ekki við því búnir, að umr. sé slitið, þó að aðrir séu það. Það mun rétt vera, að áskorun var samþ. í fyrra í Sþ. eins og hv. þm. sagði. En í Nd. hefir verið nokkurn veginn föst regla um þetta, eins og ég hefi nefnt, alla þá stund - að ég ætla - sem ég hefi átt sæti á þingi, og mun ég fara henni fram.