24.10.1934
Neðri deild: 18. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 931 í B-deild Alþingistíðinda. (1132)

26. mál, vinnumiðlun

Forseti (JörB):

Ég get gert eina miðlun í þessu máli, en hv. þm. mega þá vera við því búnir að greiða atkv. samkv. því. Það er að verða við áskorun þeirra, sem vilja, að umr. verði tafarlaust slitið, og þá greiða hv. þm. atkv. um það, hvort slíta skuli umr. án þess að þeir fái að taka til máls, sem nú hafa kvatt sér hljóðs, og þá greiða auðvitað þeir einir till. atkv., sem þá aðferð vilja viðhafa. (JG: Verður hitt þá ekki borið undir atkv.?). Jú, það má greiða atkv. um það líka.