09.10.1934
Efri deild: 6. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1432 í B-deild Alþingistíðinda. (1137)

7. mál, gengisviðauki

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Sykur og kaffi er hærra tollað heldur en aðrar vörur, sem hingað flytjast. Það verður að viðurkennast, að sykur er mjög nauðsynleg vara fyrir almenning. Þegar stj. bar niður á þessum vörutegundum, þá var það af því, að hún hafði ekki tíma til þess að undirbúa, viðtæka breyt., og þarfir ríkissjóðs eru nú þannig, að ekki er um mikla lækkun að ræða, nema hækkun komi á móti. Þessar vörur voru valdar sökum þess, að tollur á þeim er hærri, enda þótt þessi gengisviðauki verði færður niður.