09.10.1934
Efri deild: 6. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1432 í B-deild Alþingistíðinda. (1139)

7. mál, gengisviðauki

Magnús Jónsson:

Ég býst við, að þessi tollur, sem er mjög hár, sé lagður á vegna þess, að þessar vörur geta ýmist verið nauðsynlegar eða ónauðsynlegar. Það er rétt, að sykur er sérstaklega góð vara og nauðsynleg. Hann er þó aðeins að vissu marki nauðsynjavara. Sama er að segja um kaffi. Mörg lönd hafa þessar vörur hátt tollaðar af þessari ástæðu. Heppilegra er að draga úr nautn þessara var, ef hægt er.

Ég æski upplýsinga um það, hvort sérstök ástæða er til þess, að gengisviðaukanum er létt af tolli á þessum vörum, á sama tíma sem talað er um aukna skatta á mörgum öðrum sviðum.