30.10.1934
Neðri deild: 23. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 948 í B-deild Alþingistíðinda. (1171)

26. mál, vinnumiðlun

Ólafur Thors:

Ég skal ekki mælast undan því að sitja hér, þó að til morguns væri. En mundi það vera ósanngjarnt, ef umr. þurfa endilega að halda áfram nú, að fara fram á það við hæstv. forseta, að hann láti þá sækja þann ráðh., sem bar þetta frv. fram, og þá mætti hóa í hæstv. forsrh. um leið, svo að hann a. m. k. rumskaði og flokksmenn hans aðra, sem nú hrjóta heima. Þegar hæstv. forseti hefir gert þetta, látið sækja þá menn, sem ekki hafa gert skyldu sína með því að mæta á þjóðþinginu, þá má halda áfram.