30.10.1934
Neðri deild: 23. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 948 í B-deild Alþingistíðinda. (1173)

26. mál, vinnumiðlun

Forseti (JörB):

Það er ekki venja að fást um það, þó að ekki sé hver einasti þm. viðstaddur, þegar umr. ganga fram á nótt, og ég tel mér ekki skylt að verða við þeim tilmælum, sem hv. þm. G.-K. beindi til mín. En hvað viðvíkur þeim ráðh., sem þessi hv. þm. sérstaklega talaði um, þá veit ég ekki, hvaðan honum er komin vitneskja um hvíldir þeirra. En það er víst, að þeir eiga ekki sæti í d. og greiða ekki atkv. um málið hér.