18.12.1934
Efri deild: 64. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1456 í B-deild Alþingistíðinda. (1267)

29. mál, markaðs- og verðjöfnunarsjóður

Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Að efni til er ég samþ. þessari brtt., en við athugun á frv. virðist mér hún óþörf. Í 2. gr. er skýrt tekið fram, til hvers eigi að nota sjóðinn. 2. gr. hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Fiskimálanefnd hefir með höndum úthlutun verkunarleyfa, ef þau verða fyrirskipuð. Hún skal gera ráðstafanir til þess, að gerðar séu tilraunir með nýjar veiðiaðferðir og útflutning á fiski með öðrum verkunaraðferðum en nú eru mest tíðkaðar. Hún skal hafa forgöngu um markaðsleit og tilraunir til að selja fisk á nýja markaði og annað það, er lýtur að viðgangi sjávarútvegsins. Getur ríkisstjórnin veitt nefndinni fé úr markaðs- og verðjöfnunarsjóði í þessu skyni með samþykki sjóðstjórnarinnar“.

Ég held því, að ekki sé ástæða til að senda frv. aftur til Nd. út af þessu.