19.10.1934
Neðri deild: 14. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1462 í B-deild Alþingistíðinda. (1318)

4. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Ásgeir Ásgeirsson:

Ég vildi aðeins beina þeim tilmælum til hæstv. forseta, að hann beri síðasta lið frv. upp sérstaklega, svo að þm. gefist tækifæri til að sýna það með atkv. sínu, hvort þeir vilja fella kennslueftirlitið niður. Kennslueftirlitið er líklegt til að gera mikið gagn, og þar sem ekki er nema um l0—12 þús. kr. útgjöld að ræða, sýnist sem réttast hefði verið að fella þennan lið niður úr frv., eins og liðinn viðvíkjandi menningarsjóði.