11.10.1934
Neðri deild: 7. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 983 í B-deild Alþingistíðinda. (1351)

6. mál, gjald af innlendum tollvörutegundum

Emil Jónsson:

Ég vil aðeins leyfa mér að gera stutta aths. - Kaffibætistollurinn var hækkaður á þingi 1931 upp í 1.60 kr. Þess vegna er kaffibætisframleiðslugjaldið, ef það verður lögleitt, hækkað nú upp í helming af þeirri upphæð. Þessi hækkun á kaffibætinum, sem lögleidd var árið 1931, var óeðlileg. Hugsunin var upphaflega sú, að þetta ætti að vera hjálp fyrir innlenda framleiðslu, sem átt hefir í vök að verjast, sökum samkeppni erlendra framleiðenda. Ef hækkunin er hugsuð sem bót fyrir framleiðendur í landinu sjálfu, þá er það gott og blessað. En ef framleiðslutollurinn verður hækkaður, þá er verr farið en heima setið með þessa breyt., sem borin var fram á þingi 1931. Ég vil vona, að n. taki þetta til athugunar. Hugsanlegt væri, að þessi hækkun kæmi niður á einhverri annari vörutegund.