01.11.1934
Neðri deild: 25. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 983 í B-deild Alþingistíðinda. (1358)

6. mál, gjald af innlendum tollvörutegundum

Frsm. meiri hl. (Sigfús Jónsson):

Fjhn. hefir haft þetta frv. til athugunar, en hefir ekki getað orðið sammála um það. Hefir meiri hl. lagt til, að frv. verði samþ. með þeim breyt., sem standa á þskj. 192. En þegar nál. hafði verið prentað, athugaði n., að henni hafði láðst að gæta að því, að fyrir Ed. lá frv. um breyt. á tolllögum, sem gerði óþarfa breyt., á b.- og d.liðum 2. gr. l., og ber því fram á þskj. 236 brtt., að þetta skuli niður falla. Verður þá aðeins eftir brtt. c., að í stað ½ aðflutningsgjalds komi 2/5. Með þeirri einu breyt. leggur n. til, að frv. verði samþ.

Með þeim breyt., sem í frv. felast, er ætlazt til, að niður falli tollaívilnun sú, er felst í 3. gr. l., en hún er í því fólgin, að af innlendum tollvörutegundum skuli gjalda 1/6 aðflutningsgjalds af jafnmiklu vörumagni og samsvarar allri ársframleiðslunni 1926. Og samkv. l. nr. 42 8. sept. 1931 var ákveðið, að samskonar ívilnun skyldi gilda fyrir þau iðnfyrirtæki, er stofnuð hafa verið eftir 1. jan. 1927. Þessar ívilnanir átti að veita til ársloka 1935, og munu þær nema allt að 150 þús. kr.

Með brtt. n. e. við 2. gr. l. er tollur af kaffibæti færður úr ½ og niður í 2/5. Mun sú lækkun nema um 38 þús., en með því að fella burt ívilnunina verður hækkunin á kaffibætistolli 37500 kr. Er þá tollur af innl. kaffibæti orðinn svipaður á kg. og á óbrenndum kaffibaunum, og álít ég það sanngjarnt.

Þá verður líka tekjuauki af öðrum tegundum, t. d. á öli 58 þús. kr., og á ýmsum öðrum tegundum, brjóstsykri, átsúkkulaði, konfekti, ávaxtasafa og öðru slíku, sem nemur alls um 150 þús. kr.

Sé ég svo ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um þetta, en óska, að d. taki málinu vel og samþ. frv. með þessari breyt.