10.11.1934
Neðri deild: 33. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 996 í B-deild Alþingistíðinda. (1374)

6. mál, gjald af innlendum tollvörutegundum

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég ætla aðeins að segja örfá orð. Brtt. á þskj. 316 er sanngirnisráðstöfun og flutt eftir tilmælum fjmrn. og eftir till. tollstjóra. Aðalatriðið er, að eftirlitið með framleiðslunni geti orðið skýrara, og að hægt sé að setja reglugerð um fullkomið eftirlit. Það er rétt hjá hv. 3. þm. Reykv., að tollstjóri hefir lagt til, að felld sé niður heimildin til þess að veita gjaldfrest af innlendum tollvörutegundum. Honum hefir verið ómögulegt að fara eftir henni og vill hann því ekki, að hún sé í l., svo að ekki geti orðið nein deila út af því.