10.11.1934
Neðri deild: 33. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 996 í B-deild Alþingistíðinda. (1375)

6. mál, gjald af innlendum tollvörutegundum

Frsm. minni hl. (Jakob Möller):

Mér virðast þessar röksemdir hjá hæstv fjmrh. eða tollstjóra mæla hver gegn annari. Í þessari brtt. á þskj. 316 felst hagkvæmara fyrirkomulag um nákvæmt eftirlit með geymslu tollvörutegunda, og það verður því auðveldara að framkvæma það eftirlit, sem þarf til þess að veita gjaldfrest. Ef geymsla þessara tollvörutegunda er undir eftirliti tollstjóra, þá sé ég ekki neitt til fyrirstöðu því, að hægt sé að framkvæma þennan gjaldfrest. En ef það er svo, eins og hæstv. fjmrh. gat um, að tollstjóra sé ómögulegt að framkvæma heimildina - en af hvaða ástæðum það er, veit ég ekki -, þá er ekki sjáanlegt að það geri nokkuð til, þó heimildin standi í l. Mig vantar algerlega rök fyrir því, að það sé sanngjarnt að veita gjaldfrest af aðfluttum tollvörutegundum, en ekki innlendum, og það er ósanngjarnt að ýta undir það, að heimildin til þessa sé ekki notuð.