09.10.1934
Neðri deild: 5. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1017 í B-deild Alþingistíðinda. (1400)

12. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Héðinn Valdimarsson:

Út af fyrirspurn hv. 6. þm. Reykv. til Alþýðufl. viðvíkjandi máli því, sem fyrir liggur, vil ég segja nokkur orð.

Þau frv., sem lögð eru fram af hálfu ráðh. Alþýðufl. í ríkisstj., hafa óskiptan stuðning Alþýðufl. Þau hafa verið tekin fyrir á flokksfundi á venjulegan hátt. Hvað viðkemur öðrum frv., þ. á. m. frv. þessu af hálfu hæstv. fjmrh., er Alþýðufl. því sammála í stórum dráttum. Hann lítur svo á, að nauðsynlegt sé að afla ríkissjóði tekna frá því, sem ná er, ef ekki á að stöðva verklegar framkvæmdir, sem Alþýðufl. er algerlega mótfallinn. Aftur á móti hefir flokkurinn óbundnar hendur um einstök atriði frv. Það hefir ekki verið lagt fyrir flokksfund.