30.11.1934
Sameinað þing: 17. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2836 í B-deild Alþingistíðinda. (145)

Kosningar

Ólafur Thors:

Út af þeirri kosningu, sem samkv. dagskrá á fram að fara af hendi Íslendinga í hina dansk-íslenzku lögjafnaðarnefnd, vildi ég leyfa mér að beina þeirri ósk til hæstv. forseta, að hann fresti kosningunni. Það er að vísu rétt, að hæstv. forseti tilkynnti mér í gær, að kosning þessi ætti fram að fara í dag, en eins og kunnugt er, þá var þingfundur allan daginn í gær og í dag, og hefir því ekki unnizt tími til að ná saman flokksfundi Sjálfstfl. hvorugan daginn. Mér væri því mjög kært, ef hæstv. forseti sæi sér fært að verða við þessari ósk minni.