10.10.1934
Neðri deild: 6. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1108 í B-deild Alþingistíðinda. (1468)

35. mál, Kreppulánasjóður

Forsrh. (Hermann Jónasson):

Þetta frv., sem hér liggur fyrir til 1. umr., felur í sér þá breyt. á l. nr. 78 frá 1933, um Kreppulánasjóð, að lánskjörum er breytt þannig, að ársgreiðslur á lánum verða jafnar, í stað þess, að gert er ráð fyrir því í l., að afborganir séu jafnar, en af því leiðir, að vaxtagreiðslur og afborganir fyrstu árin verða svo háar, að það er til mikilla óþæginda fyrir lántakendur. Stj. sá sér ekki annað fært en að setja bráðabirgðal. um þetta efni, vegna þess hve margir lántakendur biðu eftir þessari breyt.

Ég vænti þess, að þetta frv. þurfi svo ekki frekari skýringar við. Það má frekar líta á þessa breyt. sem leiðréttingu á l. um Kreppulánasjóð, sem margir þm. munu hafa ætlazt til, að fælist í frv. frá upphafi.

Ég geri svo að till. minni, að málinu verði að þessari umr. lokinni vísað til 2. umr. og landbn.