02.11.1934
Efri deild: 28. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1126 í B-deild Alþingistíðinda. (1502)

35. mál, Kreppulánasjóður

Frsm. (Páll Hermannsson):

Það er hið sama að segja um þetta frv. og hin tvö næstu á undan, að það er staðfesting á bráðabirgðal. Það hefir einnig legið fyrir Nd. og verið samþ. þar mótatkv.laust.

Efni frv. hefir verið töluvert rætt og er því mönnum kunnugt. Í l. um Kreppulánasjóð frá 1933 er gert ráð fyrir, að lántakendur úr Kreppulánasjóði greiði lán sín með jöfnum afborgunum árlega, en í frv. er ætlazt til þess, að skuldunautar greiði jafnar upphæðir árlega í vexti og afborganir. Þetta hefir það í för með sér, að greiðslurnar verða lægri fyrstu árin, en hærri hin síðari. Það mun vera álit flestra, að eins og nú er ástatt, sé þessi breyt. ekki aðeins hentug, heldur nauðsynleg, enda fór frv. í gegnum Nd. án nokkurs verulegs ágreinings að þessu leyti.

Þá hv. 10. landsk. og hv. 2. þm. Rang. vantaði sökum veikinda á nefndarfund, er málið var afgreitt, en meiri hl. n. mælir eindregið með því.