20.11.1934
Efri deild: 43. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1163 í B-deild Alþingistíðinda. (1538)

19. mál, varnir gegn því að verða barnshafandi og fóstureyðingar

Forseti (EÁrna):

Mér hafa borizt tvær skrifl. brtt. við þetta frv. frá hv. þm. S.-Þ. Sú fyrri er á þá leið, að aftan við 1. lið 10. gr. frv. bætist þessi málsgr.: „Ekki má ráðherra gefa öðrum læknum heimild til að starfa að fóstureyðingum en þeim, sem landlæknir og yfirlæknir landsspítalans hafa mælt með í þessu skyni, enda sé engum lækni veitt slík heimild nema eitt ár í senn“.

Önnur brtt. er sú, að á eftir 11. gr. komi ný gr., svo hljóðandi: „Ríkisstjórninni skal vera skylt að leggja þessi lög fyrir Alþingi 1936 til endurskoðunar og láta fylgja ýtarlega skýrslu um reynslu þá, er fengizt hefir um málið frá því, er lögin gengu í gildi“.

Með því að þessar brtt. eru of seint fram komnar, og auk þess skrifl., þarf að leita tvöfaldra afbrigða til þess að þær megi komast að.