09.10.1934
Efri deild: 6. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1182 í B-deild Alþingistíðinda. (1604)

15. mál, gjaldeyrisverslun o.fl.

Jón Auðunn Jónsson:

Ég vil vera fyrirspurn til hæstv. fjmrh. um það, hvort hann getur ekki hugsað sér aðra leið um útnefningu nefndarinnar en þá, sem frv. leggur til að farin sé. Ég hefi orðið var við það, að útgerðarmönnum, sem búa í fjarlægð frá Rvík, hefir oft verið neitað um gjaldeyrisleyfi til kaupa á brýnustu nauðsynjum til síns atvinnurekstrar. Ég er ekki í efa um það, að þetta, sem ég hefi nú sagt, á við um fleiri menn utan Rvíkur en útgerðarmenn. Ég tel hagsmunum útgerðarmanna ekki fyllilega borgið í höndum þessarar n., sem á að hafa algerlega vald yfir erlendum gjaldeyri, nema með því að hafa mann frá útgerðarmönnum í henni.