21.11.1934
Efri deild: 44. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1564 í B-deild Alþingistíðinda. (1626)

31. mál, sala mjólkur og rjóma

Magnús Jónsson:

Ég vil mælast til þess við hæstv. forseta, að málið verði tekið af dagskrá, svo að mönnum gefist tóm til þess að kynna sér brtt. á þskj. 537, sem var verið að útbýta rétt í þessu. Þótt ég hafi nú hlýtt á ræðu hv. frsm. meiri hl., er ég litlu nær um aðalefni þeirra. Það er óþægilegt fyrir mig, sem á brtt. við frv., að þurfa að halda þeim fram án þess að hafa kynnt mér brtt. n. Ég fer því fram á, að málið verði tekið út af dagskrá og umr. frestað a. m. k. til næsta dags.