21.11.1934
Efri deild: 44. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1581 í B-deild Alþingistíðinda. (1650)

31. mál, sala mjólkur og rjóma

Bernharð Stefánsson:

Ég vildi aðeins segja nokkur orð út af því, sem hv. 1. þm. Reykv. beindi til mín. — Ég skal að sjálfsögðu endurtaka utan þinghelginnar, hvenær sem hv. þm. óskar þess, það, sem ég sagði áðan. Ég bar það ekki upp á hv. þm., að hann hefði með beinum orðum sagt, að Mjólkursamlag Eyfirðinga falsaði reikningana, heldur að hann hefði gefið það í skyn, með því t. d. að tala um það, að reikningunum væri ekið til o. s. frv. Mín áskorun var sú, að hv. þm. segði skýrt það, sem hann meinti, og þar á eftir ætlaði ég svo að gera ráðstafanir til þess, að hann fengi tækifæri til þess að standa við þau orð.