21.11.1934
Efri deild: 44. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1583 í B-deild Alþingistíðinda. (1653)

31. mál, sala mjólkur og rjóma

Jón Baldvinsson:

Mér skildist á hæstv. forsrh., að hann vildi taka til greina tilmæli mín um það, að ekki kæmi til atkv. að þessu sinni og þá ekki í þessari d. önnur brtt. á þskj. 553, sem er frá meiri hl. landbn. Mér finnst réttara að fresta þessari atkvgr. og sjá, hvort ekki er hægt að ná samkomulagi um þetta í Nd. — Ég ætla ekki að fara inn á málið á breiðari grundvelli, af því að ég hefi lýst mig í aðalatriðunum samþ. því. Ég skal játa, að sú aths., sem ég hefi gert við 4. brtt., er ekki stórt atriði, en fyrir mér vakti að vera ekki að setja inn óþarfa ákvæði til þess að vekja deilur um málið. Hv. 1. þm. Skagf. hefir komið með till. til breyt. á þessu, þannig að fellt skuli niður, að þeir, sem brjóta l., skuli sæta ábyrgð. Hv. þm. talar einungis um bifreiðastjóra, eins og um þá eina sé að ræða. Það eru stjórnendur allra flutningatækja, sem um getur verið að ræða, skipstjóra á skipum, þá, sem flyttu mjólk í hjólbörum, þá, sem drægu handvagn, og þá, sem bæru mjólkina á bakinu, og er það þá sjálfsagt bakið á mönnunum, sem á að refsa. Þó ég sjái upp á gaman við hv. l. þm. Skagf. og hæstv. forsrh., sem hafa talað þannig um þessa gr., að þeir teldu hana illa orðaða og illa framkvæmanlega, þá finnst mér þeir ættu að hjálpa mér til þess að fella hana, en ekki greiða atkv. með henni.