21.11.1934
Efri deild: 44. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1584 í B-deild Alþingistíðinda. (1654)

31. mál, sala mjólkur og rjóma

Magnús Guðmundsson:

Ég er hissa á þeirri andstöðu hv. 4. landsk. gegn því að refsa mönnum, sem vísvitandi brjóta 1. Það getur verið, að ég hafi sérstaklega talað um bifreiðastjóra, en það er þá af því, að hann sjálfur nefndi þá sérstaklega. En auðvitað gildir þetta um alla, sem l. brjóta. Þar sem hv. þm. talar um að refsa bakinu á þeim mönnum, sem hafa borið óleyfilega mjólk, þá skal ég benda honum á, að í ákvæðinu stendur, að refsa skuli stjórnendum þeirra flutningstækja, sem hina óleyfilegu mjólk flytja, og geri ég ráð fyrir, að það sé maðurinn sjálfur, sem stjórnar bakinu, og því beri að refsa honum, en ekki bakinu. Með þessu er svarað útúrsnúningi hv. þm. á viðeigandi hátt.