13.12.1934
Neðri deild: 58. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1635 í B-deild Alþingistíðinda. (1687)

31. mál, sala mjólkur og rjóma

Forseti (JörB):

Það er alveg rétt, að fundir gerast nú langir og þm. eru farnir að þreytast. Það mun vera tilætlun margra, að þingi verði lokið fyrir jól, en það getur ekki gengið nema greitt sé fyrir málum, sem afgr. þarf. Þó ég viðurkenni fyllilega, að það sé rétt, að fundarsetur séu langar, þá vildi ég gjarnan ljúka þessu máli í nótt, og vona því, að þm. stilli ræðum sínum í hóf.