13.12.1934
Neðri deild: 58. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1638 í B-deild Alþingistíðinda. (1689)

31. mál, sala mjólkur og rjóma

Forseti (JörB):

Beiðni um, að málum, sem rétt eiga á sér, sé hraðað í gegn annarsvegar og kvörtun yfir löngum fundahöldum hinsvegar geta ekki samrýmzt. Ég fyrir mitt leyti viðurkenni, að fundartími gerist nú lengri en svo, að hægt sé með sanngirni að búast við, að hv. þm. geti fullkomlega notið sín við þingstörf. En sé gengið út frá því, að óhjákvæmilegt sé að ljúka þingstörfum fyrir jól, verður ekki hjá því komizt að haga fundahöldum eins og nú er gert.

Hvað þetta mál sérstaklega snertir, þá má gera ráð fyrir, að það breytist við meðferð í Nd., og svo á það eftir að ganga til Ed. aftur, og ef um einhver atriði er að ræða, sem samkomulag gæti fengizt um, mætti taka málið og brtt. til meðferðar við 3. umr., því að þetta er 2. umr. málsins.