18.12.1934
Neðri deild: 63. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1649 í B-deild Alþingistíðinda. (1708)

31. mál, sala mjólkur og rjóma

Frsm. (Bjarni Ásgeirsson):

Landbn. hefir borið fram við þessa umr. till. um víðtækar formsbreytingar á frv. Eru þær einkum fólgnar í því, að 5. gr., sem áður þótti nokkuð óljós og ekki vel orðuð, hefir nú verið orðuð um og skipt í 3. gr., og verður það vitanlega til þess, að öll greinatala frv. breytist. Auk þess er lagt til, að 9. gr. falli niður, en í henni var ákveðið um blöndun á smjöri í smjörlíki. Þótti ekki þörf slíks ákvæðis í þessum lögum, þar sem sérstök lög um tilbúning smjörlíkis eru sett. Annars er aðalefnisbreyt. í brtt. sú, að mjólkursölunefnd geti veitt söluleyfi.