10.12.1934
Sameinað þing: 20. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2842 í B-deild Alþingistíðinda. (171)

Kosningar

Ólafur Thors:

Ég hefi skilið tilmæli Bændafl. þannig, að hann óski eftir að fá sæti í n., ef það sé viðurkennt af þinginu, að hans grundvallarsjónarmið sé rétt, þ. e. a. s., að hver flokkur fái að ráða sæti í n. meðan flokkarnir eru ekki fleiri en fulltrúarnir. Mér skilst, að það séu tilmæli til allra flokka, að þetta sjónarmið sé viðurkennt.