18.10.1934
Efri deild: 14. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1216 í B-deild Alþingistíðinda. (1757)

14. mál, tolllög

Pétur Magnússon:

það var útbýtt hér í gær frv. til nýrra áfengislaga, þar sem gert er ráð fyrir, að leyfður verði innflutningur áfengra drykkja án tillits til styrkleika. Eftir þeim undirtektum, sem mál þetta fékk á síðasta þingi, þá má gera ráð fyrir, að frv. þetta nái fram að ganga, ekki hvað sízt ef það er flutt að tilhlutun ríkisstj. Ég geri ráð fyrir, ef frv. verður samþ., að af því leiði allverulegan tekjuauka fyrir ríkissjóð. Vildi ég því leyfa mér að leggja þá fyrirspurn fyrir hæstv. fjmrh., hvort gert er ráð fyrir hækkun á þessum tekjum í fjárl: frv., því ef frv. nær samþ., geri ég ráð fyrir, að sú hækkun gæti numið það miklu, að ekki sé rétt að ganga alveg framhjá henni.