14.12.1934
Efri deild: 61. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1228 í B-deild Alþingistíðinda. (1785)

14. mál, tolllög

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Út af aths. hv. þm. Dal. skal ég benda honum á, að tollur af óunnu tóbaki 1785hefir verið 4 kr. á kg. undanfarið, og er hann látinn haldast í frv. Ég heyrði ekki alla ræðu hans og veit ekki, hvort hann hefir verið að setja út á það, að tollur á þessari tegund vörunnar hefði ekki verið hækkaður eða lækkaður. (ÞÞ: Ég var að óska yfirlýsingar um það, að undanþága væri veitt frá tollinum). Ég skal gefa yfirlýsingu um það, að framkvæmd innheimtu á tolli af þessari vöru skal vera hin sama og verið hefir, en hún er sú, að óunnið tóbak, sem notað hefir verið til sauðfjárböðunar og lækninga, hefir verið undanþegið tolli.