14.12.1934
Efri deild: 61. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1228 í B-deild Alþingistíðinda. (1786)

14. mál, tolllög

Jón Auðunn Jónsson:

Þar sem sú breyt. hefir orðið á þessu frv. síðan það fór frá þessari hv. d., að sett hefir verið gr. í það, sem er 2. gr. og heimilar ríkisstj. að innheimta til ársloka 1935 tolla af tilgreindum vörum með 25% gengisviðauka, þætti mér gott að heyra það hjá hæstv. fjmrh., hve miklar tekjur þessi gengisviðauki mundi gefa. Ég býst ekki við, að það verði minna en 300 til 400 þús. kr. Það getur naumast orðið minna. Hér er um að ræða tóbakið og allar þær tollskyldu vörur, sem mestar tekjur gefa. (Forseti: Hv. þm. hefir óskað upplýsinga). Ég býst við, að þær tölur séu nærri sanni, sem ég nefndi. (Forseti: Hæstv. fjmrh. er víst bundinn við umr. í hv. Nd.).