29.10.1934
Neðri deild: 22. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1249 í B-deild Alþingistíðinda. (1816)

5. mál, útflutningsgjald

Frsm. minni hl. (Ólafur Thors) [óyfirl.]:

Ég efa það ekki, enda er það kunnugt, að grg. ætlast ekki til, að gerðar verði breyt. í þessum efnum. En það er einmitt það, sem verið er að deila um, og ég hefi sagt, að hæstv. ráðh. geri þessa breyt. á l. af handvömm, vitandi ekki, hvað hann er að gera, og ef frv. verður samþ. eins og það er, þá ber það vott um það, að hæstv. ráðh. ætlaði sér ekki að gera breyt. á l., en gerði það, af því að hann athugaði ekki, hvað hann var að gera.

Ég verð að láta í ljós vonbrigði mín yfir því, að frsm. meiri hl. skuli ekki vilja taka afleiðingum af réttum rökum, og enda ég þá þessa umr. með þessum orðum: „Og þú líka, sonur minn, Brútus!“