29.10.1934
Neðri deild: 22. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1249 í B-deild Alþingistíðinda. (1817)

5. mál, útflutningsgjald

Jakob Möller:

Mér þykir rétt að mótmæla því sérstaklega, sem fram kom í ræðu hv. frsm. meiri hl., að hér væri sett sérlöggjöf um fiskiveiðar Dana og Færeyinga. En vitanlega eiga þeir að njóta hér sömu réttinda og Íslendingar og vera undir sömu löggjöf. Þess vegna hlýtur þessi 3. gr. að eiga jafnt við fiskveiðar Íslendinga sem Dana og Færeyinga. Þetta hefði hv. frsm. meiri hl. átt að vita.