14.12.1934
Efri deild: 61. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1269 í B-deild Alþingistíðinda. (1870)

5. mál, útflutningsgjald

Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Hv. 1. þm. Skagf. hélt því fram, að þess væri ekki að vænta, að undanþága sú, sem ráð er fyrir gert í brtt., yrði mikilsverð verzlunarvara. Virðist hann líta svo á, að gjaldið muni ekki verða innheimt. Kemur mér þetta undarlega fyrir sjónir, þótt mér séu ljós vandkvæðin á innheimtu gjaldsins. En þegar hv. þm. var ráðh., gekk hann sjálfur mjög ríkt eftir, að fiskveiðal. yrðu framkvæmd. Og í 10. gr. fiskveiðal. segir svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Þegar afli er jafnframt verkaður í skipi, sem rétt hefir til fiskveiða í landhelgi, skal það fyrirfram setja lögreglustjóra trygging, er hann ákveður, fyrir afgjöldum, sem skipið kann að eiga að greiða“.

Þetta sýnir, að ákvæðin verða ekki öðruvísi framkvæmd en svo, að þegar skip tekur höfn, verði það að setja tryggingu þessa, og þegar skip sést að verkun í landhelgi, verði varðskipin að taka það með sér í höfn, til þess að það verði krafið um trygginguna.