14.12.1934
Efri deild: 61. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1270 í B-deild Alþingistíðinda. (1873)

5. mál, útflutningsgjald

Frsm. (Jón Baldvinsson):

N. hefir ekki tekið þetta sérstaklega til athugunar. Ég myndi t. d. líta, svo á, að dúnn og lax teldist ekki til landbúnaðarafurða. (MG: En rjúpur?). Ekki heldur. Ég held, að hér komi ekki til greina aðrar afurðir en sem búið framleiðir, svo sem ull, gærur, kjöt, mjólk og smjör. (ÞÞ: En egg?). Ég vil ekkert fullyrða um það, hvaða skilning n. eða stj. myndi leggja í þetta orð.