14.12.1934
Efri deild: 61. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1271 í B-deild Alþingistíðinda. (1874)

5. mál, útflutningsgjald

Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Út af orðum hv. þm. N.-Ísf. vil ég geta þess, að vegna verzlunarjafnaðar okkar við Dani, sem er þeim í vil, er full ástæða til að ætla, að aðstaða okkar í samningum við þá verði auðveldari. T. d. má gera sér von um liðsinni Dana í samningunt okkar við Portúgal. Þó vil ég engan dóm leggja á það að svo stöddu, hvers má vænta í þessu sambandi, eða hvort hægt sé að búast við slíkum fríðindum af Dana hálfu, sem hann gat um.